Erlent

78 hafa látið lífið í námuslysi

Á myndinni sjást rútur sem í eru björgunarmenn á leið til námunnar.
Á myndinni sjást rútur sem í eru björgunarmenn á leið til námunnar. MYND/AP

78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni.

Alls 200 voru í námunni þegar sprengingin átti sér stað. Björgunarsveitum tókst að koma 75 í burtu án meiðsla. Talið er að 47 séu ennþá fastir í göngunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skipaði neyðarástandsráðherra sínum að fara á staðinn til þess að sjá um aðgerðir á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×