Erlent

Uppnám í Evróvision

Sc ooch; bakraddir í felum.
Sc ooch; bakraddir í felum.
Mikið uppnám varð í Evróvision söngvakeppninni, í gær, þegar í ljós kom að bresku þáttakendurnir höfðu leynilega liðsmenn. Í söngbandinu Scooch eru tvær stúlkur og tveir piltar. Í keppninni í gær kom í ljós að þau höfðu tvær stúlkur baksviðs, sem sungu með. Hinir þáttakendurnir urðu öskureiðir og sökuðu Scooch um svindl og svínarí. Um að hafa leikið að þau væru að syngja.

BBC, sem heldur keppnina, segir að bandið hafi engar reglur brotið. Heimilt sé að hafa viðbótarsöngvara baksviðs. Engir bakvsiðs-söngvarar hafi verið til staðar þegar Scooch var valið til þáttöku fyrir Bretlands hönd. Scoochararnir séu því lögmætir fulltrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×