Erlent

Barátta Obama og Clintons hafin

Barack Obama en hann sækist eftir tilnefningu demókrata til þess að geta boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008.
Barack Obama en hann sækist eftir tilnefningu demókrata til þess að geta boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. MYND/AP
Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu.

Stuðningsmenn beggja frambjóðanda hafa gert myndbönd þar sem gert er lítið úr hinum frambjóðandanum. Um er að ræða IBM auglýsingu frá 1984 þar sem að fyrsta einkatölvan var kynnt. Henni var breytt þannig að í stað stóra bróður er nú komin Hillary Clinton og í lok auglýsingarinnar birtist merki Obama, O, og lína sem beinir fólki á vefsíðu hans. Stuðningsmenn Hillary voru ekki lengi að svara fyrir sig með samskonar útgáfu þar sem Obama er orðinn að stóra bróður.

Stjórnmálafræðingar segja að þetta sé aðeins fyrsta lotan í harðvítugri baráttu sem á eftir að fara fram á netinu á milli stuðningsmanna frambjóðanda. Bæði Obama og Hillary segjast ekki hafa komið nálægt gerð myndbandanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×