Erlent

Átök í Kongó

Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf.

Bemba tapaði fyrir forseta Kongó, Joseph Kabila, í forsetakosningum á síðasta ári. Snemma á þessu ári sagði Kabila að Bemba ætti að losa sig við hermenn sína. Bemba hefur ekki enn gert það og nú er fresturinn sem Kabila gaf honum til þess runninn út.

Friðargæsluliðar í Kinshasa fóru á staðinn en gripu ekki til vopna. Ekki er vitað hvort að einhver hafi látist eða slasast í atburðum dagsins. Yfirmenn friðargæsluliðsins hafa verið á fundum með Bemba og Kabila til þess að reyna að draga úr spennunni í Kinshasa og koma í veg fyrir frekari átök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×