Erlent

Bardagasveitir heim 2008

Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem felur í sér að kalla skuli alla bardagasveitir Bandaríkjahers heim frá Írak fyrir 1. september 2008.

Frumvarpið fól í sér rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins en demókratar í fulltrúadeildinni bættu heimkvaðningarskilyrðinu við.+

Frumvarpið var samþykkt með 6 atkvæða mun og kosið samkvæmt flokkslínum. Öldungadeild Bandaríkjaþings tekur nú við málinu, jafnvel strax eftir helgi.

Bush Bandaríkjaforseti hefur hótað að beita neitunarvaldi verði heimkvaðningarákvæðið ekki fell út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×