Erlent

Rómarsáttmálinn fimmtugur á sunnudaginn

Á sunnudaginn er hálf öld frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður og Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evrópusambandsins, stofnað.

Á ítalska þinginu í dag hófust hátíðarhöldin með ávörpum Romanos Prodis, forsætisráðherra Ítalíu, og Joses Manuels Barrosos, forseta framkvæmdastjórnar ESB.

Aðalhátíðarhöldin verða í Berlín, höfuðborg Þýskalands, um helgina en Þjóðverjar fara fyrir sambandinu um þessar mundir.

Um fimmtugt skartar ESB 27 aðildarríkjum og sameiginlegri mynt. Það sinnir friðargæslu í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og á Balkanskaga. Í sambandsríkjunum er fimmtung verslana heimsins að finna og þar býr tæplega hálfur milljarður manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×