Erlent

Knútur vinsæll

Berlínarbúar sem og aðkomumenn flykktust í dýragarðinn í Berlín í dag til að berja ísbjarnarhúninn Knút augum. Örlög hans hafa verið Þjóðverjum hugleikin síðustu daga en móðir hans hafnaði Knúti og bróður hans skömmu eftir að þeir komu í heiminn í byrjun desember.

Bróðirinn drapst en sjálfur dafnar Knútur vel hjá þjálfara sínum. Dýraverndunarsinnar í Þýskalandi vildu að Knúti yrði lógað frekar en að hann yrði geymdur í dýragarði og alinn upp af mannfólki. Það vildu Berlínarbúar ekki heyra nefnt og dvelur Knútur því nú í góðu yfirlæti í dýragarðinum, gestum og gangandi til mikillar gleði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×