Erlent

Bush að beita neitunarvaldi

MYND/AP
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hótaði því í dag að beita neitunarvaldi gegn tillögu demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir september 2008. Tillagan hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins.

Bush sagði demókrata vera að leikstýra pólitísku leikriti þar sem þeir vissu vel að hann myndi beita neitunarvaldi. „Mörg skilyrði voru áföst fjárveitingunni sem eru næstum óskiljanleg. Þeir settu dagsetningu á brotthvarf hersveita frá Írak án þess að taka tillit til aðstæðna í landinu og þeir settu milljarða í verkefni sem hafa ekkert með það að vinna stríðið gegn hryðjuverkum." sagði Bush ennfremur.

„Þetta frumvarp er of feitt, það fylgja því of mörg skilyrði og það er dagsetning á brotthvarfi hermanna. Eins og ég hef sagt í margar vikur, þá mun ég beita neitunarvaldi ef frumvarpið lendir á skrifborði mínu." sagði Bush að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×