Erlent

Dagbækur Önnu seldust á 35 milljónir

Anna Nicole á góðum degi með dóttur sína Dannielynn.
Anna Nicole á góðum degi með dóttur sína Dannielynn. MYND/AFP

Tvær dagbækur sem Anna Nicole Smith hélt voru í dag seldar uppboðsvefnum eBay fyrir meira en hálfa milljón dollara, eða um 35 milljónir íslenskra króna. Kaupandinn sagðist ætla að nota þær til þess að skrifa bók um Önnu. Dagbækurnar fundust þegar að hreingerningamaður var að fara í gegnum hús sem að Anna bjó í á meðan hún var við tökur á bíómyndum árið 1992 og 1994. Hann seldi þær síðan til safnara sem síðan geymdi þær allt þar til Anna lést og seldi þær nú á eBay.

Niðurstöður úr krufningu Önnu verða birtar á mánudaginn en margar kenningar hafa komið fram um hvernig hún lést. Einnig er rökrætt hver sé faðir dóttur hennar en ansi margir menn hafa sagst vera maðurinn. Það mál er enn fyrir dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×