Erlent

Segja sjóliða hafa brotið gegn alþjóðalögum

Íranar segja 15 breska sjóliða sem þeir handtóku í gær hafa siglt án leyfis inn í íranska landhelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íranska utanríkisráðuneytinu þar sem aðgerðir sjóliðanna eru fordæmdar og þær sagðar brjóta gegn alþjóðalögum.

Þeir fóru um borð í skip í Persaflóanum vegna gruns um að þar væri verið að flytja bíla sem ætti að smygla til nálægs lands. Breska utanríkisráðuneytið segir að sjóliðarnir hafi verið að störfum í íraskri lögsögu þegar þeir voru teknir.

Íranski sendiherrann í Bretlandi var kallaður á fund í breska utanríkisráðuneytinu í gær þar sem þess var krafist að sjóliðarnir yrðu þegar látnir lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×