Erlent

SÞ: Ályktun um refsiaðgerðir samþykkt

AFP

Íranar hafa fordæmt þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að herða refsiaðgerðir gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Ráðið greiddi atkvæði um ályktun þess efnis í gærkvöldi og var hún samþykkt einróma. Íranar hafa neitað að hætta auðgun úrans og ætla ekki að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna líkt og vesturveldin, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, hafa krafið þá um.

Samkvæmt ályktuninni er Írönum bannað að flytja út vopn auk þess sem eignir þeirra sem hafa átt þá í kjarnorkuáætluninni verða frystar. Utanríkisráðherra Írana sat fundinn í New York. Ahmadínadjad, Íransforseti, ætlaði að vera viðstaddur en erfiðlega gekk fyrir hann að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×