Erlent

Haldi lífi í dreifðari byggðum

Innflytjendur og farandverkafólk hafa, í mörgum tilfellum, hleypt miklu lífi í dreifðari byggðir Bretlands og Skotlands við að setjast þar að. Þetta segir breskur sérfræðingur í málefnum innflytjenda í dreifbýli. Hún geldur þó varhug við að stuðla að flutningi á svæði þar sem miklir erfiðleikar steðji að innfæddum.

Ráðstefna um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli hefst í Hömrum á Ísafirði á morgun og stendur fram á miðvikudag. Helstufræðimenn í málefnum innflytjenda og byggðaþróunar flytja þar erindi. Þar á meðal er Philomena de Lima er aðalfyrirlesaari á ráðstefnunni. Hún hefur rannsakað stöðu innflytjenda í dreifbýli og lauk nýlega athugun á farandverkamönnum í Grampian héraði í Skotlandi. Á ráðstefnunni er spurt hvort innflytjendur séu hvalreki eða ógn fyrir samfélög á landsbyggðinni.

Philomena segir einfalt að tala um hvalreka eða ógn. Horfa þurfi til þess að innflytjendur og farandverkamenn geti lagt mikið til dreifðari byggða. Dæmi séu um það í Englandi og Skotlandi. Þar hafi aðkomufólk utan frá hjálpað til við að halda lífi í byggðum. Innflytjendur hafi kokmið þar að, unnið og borgað til samfélagsins og um leið eytt fé þar í vöru og þjónustu.

Vissulega muni einhverjir halda því fram að innflytjendur sendi nær allt sitt fé úr landi til ættingja í heimalandinu. Hafa verið þó í huga að margir taki fjölskyldu sína, börn og fleiri, með sér til nýs lands - vissulega þó ekki allir. Það geti haldið lífi í til dæmis skóla í smáþorpi, eða pósthúsi svo eitthvað sé nefnt.

Philomena geldur þó varhug við því að innflytjendur og farandverkafólk setjist að þar sem innfæddir eigi erfitt með að fá vinnu eða lítið sé um húsnæði. Ef spenna sé þegar mikil meðal innfæddra geti það valdið árekstrum og vanda að flytja erlent verkafólk á þau svæði þar sem svo sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×