Erlent

Fjórir umhverfisráðherrar gegn Sellafield

Sellafield endurvinnslustöðin.
Sellafield endurvinnslustöðin. MYND/AP/Greenpeace

Umhverfisráðherrar fjögurra landa hafa sent breskum stjórnvöldum beiðni um að opna ekki endurvinnslustöðina í Sellafield á nýjan leik. Umhverfisráðherrar Íslands, Noregs, Írlands og Austurríkis eru nú á fundi í Belfast, til að leggja áherslu á andstöðu sína við Sellafield. Stöðinni var lokað árið 2005 eftir innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi.

Í Sellafield er plútoníum endurunnið úr úrgangi annarra kjarnorkuvera og við það fellur til mikið af geislavirkum úrgangi. Ef Bretar fallast ekki á beiðni umhverfisráðherranna um að opna verið ekki á nýjan leik, krefjast þeir þess til vara að óháðir alþjóðlegir sérfræðingar verði kvaddir til að gera úttekt á öllum öryggisþáttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×