Erlent

Talibanar boða árásir á þýska hermenn

Vegaskilti eru með sérstöku móti í Afganistan.
Vegaskilti eru með sérstöku móti í Afganistan.

Einn af leiðtogum Talibana í Afganistan segir að þegar þeir hefja sókn sína í sumar muni þeir beina byssum sínum að þýskum hermönnum og hermönnum annarra þjóða sem hingaðtil hafa að mestu sloppið við áökt. Klerkurinn Obaidullah Akhund segir að sexþúsund ungir hermenn séu reiðubúnir að fórna sér fyrir Allah í komandi átökum.

Klerkurinn lagði áherslu á að engir erlendir hermenn fengju frið fyrir þeim. Þýsku hermennirnir hafa aðallega haldið sig í Kabúl og í norðurhluta landsins, sem er nokkuð friðsamlegur. Akhund sagði í viðtali við þýskt tímarit að þeir yrðu nú fyrir hörðum árásum.

Þjóðverjar virðast í vaxandi mæli vera andvígir dvöl hermanna sinna í Afganistan. Í skoðanakönnun sem tímaritið Der Spiegel gerði voru 57 prósent aðspurðra hlynt því að þeir yrðu kallaðir heim sem fyrst. Átján þýskir hermenn hafa fallið í Afganistan.

Um 32 þúsund hermenn frá nær fjörutíu þjóðum, eru við friðargæslu í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×