Erlent

Sameinuðu þjóðirnar leggja til friðarráðstefnu Arabaríkja

Ban Ki-moon og Mahmoud Abbas á fréttamannafundi í gær.
Ban Ki-moon og Mahmoud Abbas á fréttamannafundi í gær. MYND/AFP
Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Ísraelar, Palestínumenn og Arabaríkin taki sig saman og reyni að endurlífga friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú þar á ferðalagi sem og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon.

Brátt munu Arabaríki funda um stöðu mála og talið er líklegt að þau muni leggja til að Ísrael samþykki friðaráætlun sem búin var til í Sádi-Arabíu árið 2002. Í henni er lagt til að Ísrael skili því landi sem lagt var hald á í stríðinu árið 1967 og hljóta þá viðurkenningu á tilvistarrétt sínum frá Arabaríkjum.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að taka þátt í hvaða ráðstefnu sem gæti stillt til friðar. Bandarískir embættismenn segja að ráðstefna Arabaríkja sé ein leið sem sé hugsanlegt að verði farin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×