Erlent

Stjórnvöld í Venesúela taka til sín land

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela. MYND/AFP
Stjórnvöld í Venesúela hafa tekið til sín 330.000 hektara af landi til þess að geta dreift því aftur út samkvæmt hugmyndum Hugo Chavez, forseta landsins, en hann ætlar sér að gera miklar endurbætur á landbúnaði í Venesúela. Chavez sagðist hafa tekið til sín 16 býli sem að hefðu ekki skilað hagnaði.

Chavez sagði stjórn sína stefna í sameignarátt og að það væri hluti af sósíalískri stefnu hennar. Gagnrýnendur segja hins vegar að landtökurnar hafi ekki skilað árangri og að þjóðin þurfi enn að reiða sig á innflutning á matvörum.

Chavez tilkynnti um nýjustu landtökur sínar í sínum eigin sjónvarps- og útvarpsþætti, sem heitir „Halló, forseti." Hann ætlar sér að taka 13 býli til viðbótar á næstu vikum og landsvæðið verður nýtt undir nautgriparæktun.

Stjórnvöld í Venesúela hafa tekið til sín næstum 2 milljónir hektara af landi á síðastliðnum fimm árum. Ástæðurnar segja stjórnvöld að býli hafi ekki skilað hagnaði og að margir hafi ekki getað sýnt fram á að eiga landið sem þeir bjuggu á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×