Erlent

Vilja meina Elton að koma til Tóbagó

Elton John
Elton John MYND/Getty Images

Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki.

„Okkur finnst að þetta muni hafa slæm áhrif á samfélagið. Sumir eru ekki öruggir um kynhneigð sína og það getur verið auðvelt að hafa áhrif á slíkt fólk." sagði faðir Terrance Baynes. Prestarnir hafa hvatt fólk til þess að sniðganga tónleika Elton.

Skipuleggjendur tónleikanna segja að tónleikarnir muni fara fram þrátt fyrir mótmælin. „Elton er einn af bestu skemmtikröftum heimsins." sagði Anthony Maharaj, talsmaður skipuleggjendanna. „Hann er ekki að koma hingað til þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×