Erlent

Skolpbylgja skall á þorpi

Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi.

Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust. Íbúar segja flóðbylgju skolps hafa skollið á þorpinu þar sem búa 3.000 manns, aðallega bedúínar.

Innanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna kom þegar á vettvang en átti fótum fjör að launa þegar þorpsbúar skutu á bílalest hans. Íbúar í þorpinu höfðu mótmælt framkvæmdum við nýja safnþró og sagt hana á varhugaverðum stað og hætt við að hún gæfi sig við lítið álag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×