Erlent

Truflaði guðsþjónustu drottningar

Elísabet Englandsdrottning
Elísabet Englandsdrottning

Svartur maður truflaði í dag guðsþjónustu í Westminster Abbey, í Bretlandi, þar sem bæði Elísabet drottning og Tony Blair, forsætisráðherra voru viðstödd. Guðsþjónustan var haldin til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá því þrælahald var afnumið í Bretlandi.

Toyin Agbetu spratt á fætur úr sæti sínu og hljóp upp að altarinu, aðeins nokkra metra frá drottningunni. Þar hrópaði hann til svartra safnaðarmeðlima; "Þið ættuð að skammast ykkar, þetta er móðgun við okkur."

Öryggisverðir fjarlægðu Agbetu úr kirkjunni og lögreglumenn yfirheyrðu hann. Talsmaður lögreglunnar sagði að hann hefði verið handtekinn fyrir óspektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×