Erlent

Núll núll þjö

James læddist inn bakdyramegin til þess að njósna um foreldra sína.
James læddist inn bakdyramegin til þess að njósna um foreldra sína.

Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því sé beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni.

Flestir foreldrar kannast sjálfsagt við að ef börn þeirra meiða sig eitthvað lítilsháttar þá fer það eftir viðbrögðum þeirra hvernig barnið bregst við. Ef foreldrarnir láta sem ekkert sé, hrista börnin það af sér, en ef foreldrunum bregður verða börnin hrædd og fara að gráta.

Dr. Betty Repacholi, við Washington háskóla í Seattle, stýrði rannsókn á því hvernig börn bregðast við þegar tilfinningar beinast að einhverjum öðrum en þeim sjálfum. Repacholi segir að foreldrar ættu að gera sér grein fyrir því að ef þau skammi eldri börn fyrir eitthvað, geti smábörnin lært af því, og það sé ekki endilega slæmt.

Hinsvegar geri börnin sér ekki grein fyrir því að einhver hegðun sé bönnuð áfram, eftir að sá sem skammar yfirgefur herbergið. "Þegar kötturinn er ekki heima bregða mýsnar á leik," segir Repacoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×