Erlent

Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna

Condoleezza Rice er í fjórðu heimsókn sinni til Miðausturlanda, á fjórum mánuðum.
Condoleezza Rice er í fjórðu heimsókn sinni til Miðausturlanda, á fjórum mánuðum. MYND/AP

Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð.

Embættismaðurinn sagði að viðræðurnar gætu vissulega verið gagnlegar, en þær yrðu fyrst í stað aðeins um stjórnmálaástandið hverju sinni, öryggismál og mannúðarmál. Rice er nú í Miðausturlöndum í fjórðu heimsókn sinni á fjórum mánuðum. Hún er að reyna að endurvekja friðarferlið sem rann út í sandinn á síðasta ári, eftir að Hamas samtökin náðu meirihluta á þingi.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er reiðubúinn að eiga fundi með Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, en vill hinsvear ekkert af Hamas vita. Saeb Erekat, einn helsti ráðgjafi Abbas sagði að Rice hefði tekist að opna hurðina milli þeirra og Ísraela, sem hefði verið að lokast undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×