Erlent

Ekki segja nei við heita konu

Þrjátíu og fjögurra ára gamall Norðmaður hefur verið dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og 200 þúsund króna sekt, vegna þess að hann neitaði 23 ára gamalli kærustu sinni um hvílubrögð. Stúlkan heimsótti hann í íbúð hans í febrúar síðastliðnum og vildi með honum í rúmið. Maðurinn neitaði og stúlkan varð svo reið að hún fór til lögreglunnar og kærði hann fyrir að eiga mök við sig áður en hún varð sextán ára.

Lögreglan tók málið til rannsóknar. Móðir kærustunnar vitnaði gegn henni og kvaðst hafa spurt hana hvort þau hefðu haft mök áður en hún varð sextán ára. Því svaraði stúlkan neitandi.

Fyrir dómi gat hún ekki tilgreint nákvæmlega hvenær þau hefðu fyrst elskast, en taldi að það hefði verið ári áður en hún náði sextán árunum. Á grundvelli þess var fyrrnefndur dómur felldur. Í frétt danska Ekstra blaðsins um þetta mál er þess ekki getið hvort parið er ennþá saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×