Erlent

Seldu konur í Þýskalandi

Yfirvöld í Rúmeníu hafa handtekið sex manns sem stunduðu það að lokka rúmenskar konur til Þýskalands, þar sem þær voru seldar Tyrkjum fyrir um það bil 450 þúsund íslenskar krónur. Glæpagengið fann konurnar á börum og í þorpum, í Rúmeníu, og lofaði þeim vel launuðum störfum í Þýskalandi.

Konurnar voru því viljugar til fararinnar og voru fluttar á löglegan hátt yfir landamærin. En þegar til Þýskalands kom voru þær seldar tyrkneskum mönnum, aðallega í Stuttgart og Ludwingsburg. Ekki er vitað hversu margar konur voru blekktar með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×