Erlent

Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa

Faye Turner, sem Íranar voru búnir að lofa að sleppa en hættu svo við.
Faye Turner, sem Íranar voru búnir að lofa að sleppa en hættu svo við. MYND/AFP

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag.

Utanríkisráðherra Breta, Margaret Beckett, fordæmdi í dag að Íranar hefðu birt annað bréf frá einum sjóliðanna. Beckett segist gruna að sjóliðarnir hafi verið þvingaðir til þess að skrifa bréfin og að ljúga í þeim. Hún sagði jafnframt að þetta væri ekkert annað en áróðursbragð af hálfu Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×