Erlent

Íranar eiga í höggi við Evrópusambandið

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP
Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ætlar sér að reyna að tala við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og tryggja að bresku sjóliðarnir 15 verði látnir lausir bráðlega. Solana sagði jafnframt að Íranar yrðu að skilja að þeir ættu ekki í höggi við Breta eina, heldur allar 27 þjóðirnar í Evrópusambandinu. Íranar hafa þrátt fyrir þetta engan bilbug látið á sér finna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×