Erlent

Enn deilt um sjóliðana

Mahmoud Ahmadinejad er viss í sinni sök.
Mahmoud Ahmadinejad er viss í sinni sök. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær framgöngu íranskra stjórnvalda í deilunni vegna bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu og sagði hana með öllu óafskanlega. Hann sagði engan vafa leika á að skip sjóliðanna hefði verið á siglingu í íraskri lögsögu þegar það var stöðvað og því styddi hann bresku ríkisstjórnina heils hugar í deilunni. Fyrr í gær fullyrti Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hið gagnstæða og sagði að bresk stjórnvöld gengju fram af hroka og eigingirni. Enginn vafi léki á að breska innrásarliðið - eins og hann orðaði það - hefði ætt inn í íranska landhelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×