Erlent

Ísraelar tilbúnir til friðarviðræðna

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur lagt til að Sádi-Arabía haldi friðarráðstefnu varðandi málefni Ísrael og Palestínu. Leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum kynntu nýlega friðaráætlun sem Ísrael var hvatt til þess að fara eftir og talið er að Olmert sé nú tilbúin til viðræðna um hana.

Ísrael neitaði í fyrstu að íhuga áætlunina en svo virðist sem að alþjóðlegur þrýstingur, þar á meðal frá Bandaríkjamönnum, hafi leitt til þessarar ákvörðunar Olmerts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×