Erlent

Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst gegn tamíltígrum

Stjórnarhermenn virða fyrir sér skemmdirnar á almenningsvagninum sem ráðist var á í gær.
Stjórnarhermenn virða fyrir sér skemmdirnar á almenningsvagninum sem ráðist var á í gær. MYND/AFP
Stjórnarherinn í Sri Lanka sagði í morgun að þeir hefðu skotið 23 tamíltígra til bana í átökum á austurhluta eyjunnar í nótt. Stjórnarherinn gerði þá árásir á fjórar búðir uppreisnarmanna og náði stjórn á þeim öllum. Talsmenn tamíltígra hafa enn ekki gefið frá sér yfirlýsingu. Talið er að tamíltígrar hafi staðið á bak við árás á almennningsvagn á sama svæði í gær en í henni létu 16 óbreyttir borgarar lífið, mestmegnis konur og börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×