Erlent

Vinna saman að þróun bóluefnis gegn fuglaflensu

MYND/AFP
Indónesía og Egyptaland eru að vinna að því að þróa bóluefni gegn fuglaflensu en verslunarráðherra Indónesíu skýrði frá þessu í morgun. Hvergi hafa fleiri látist úr fuglaflensu en í Indónesíu, eða 71. Í Egyptalandi hafa 13 látið lífið og 32 veikst. Viðræðurnar um bóluefni gegn fuglaflensu verða hluti af allsherjar efnahags- og viðskiptaviðræðum landanna tveggja sem nú fara fram.

Sem stendur er ekkert bóluefni til við fuglaflensu en þó nokkur fyrirtæki vinna að slíku. Fuglaflensa hefur enn nær eingöngu áhrif á villta fugla og fiðurfénað en sérfræðingar óttast alheimsfaraldur, sem myndi valda dauða milljóna, ef veiran stökkbreytist og berst auðveldar á milli manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×