Erlent

Íranar fá að hitta handtekna stjórnarerindreka

Fulltrúi írönsku stjórnarinnar fær að hitta mennina fimm sem Bandaríkjamenn handtóku í Írak í janúar. Ríkisfréttastöð Írans skýrði frá þessu í dag. Ekki var tekið fram hvenær fundurinn færi fram. Íranar halda því fram að mennirnir fimm séu stjórnarerindrekar en Bandaríkjamenn segja þá njósnara.

Ekkert var minnst á hvort að þessi fundur tengist sjóliðadeilunni svokölluðu en breska blaðið The Independent skýrði frá því í gær að handtaka þessara fimm manna hefði verið kveikjan að henni.

Á fréttamannafundi í gær, sem var í beinni útsendingu á Vísi, kom George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sér hjá því að svara spurningum fréttamanna um málið. Hann óskaði þess aðeins að deilan leystist fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×