Erlent

Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela

Nancy Pelosi á ferðalagi um Damascus í morgun.
Nancy Pelosi á ferðalagi um Damascus í morgun. MYND/AFP

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Pelosi harðlega fyrir að hafa farið til Sýrlands þar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki haft stjórnmálasamband við Sýrland síðan árið 2005. Einnig segja þeir ferð hennar grafa undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Pelosi hefur hins vegar látið alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og segir nauðsynlegt að eiga viðræður við Sýrlendinga ef friður á einhvern tíman að komast á í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×