Erlent

Ógiltu lög um framhjáhald kvenna

Stjórnarskrárdómstóll í Úganda hefur ógilt lög um framhjáhald sem þar voru í gildi. Samkvæmt þeim var löglegt fyrir giftan mann að halda framhjá með ógiftri konu en ólöglegt fyrir gifta konu að halda fram hjá með ógiftum manni. Konur sem voru fundnar sekar um ódæðið sáu fram á sekt eða allt að eitt ár í fangelsi.

Lögunum var breytt eftir að hópur kvenkyns lögfræðinga höfðaði mál gegn aðalsaksóknara landsins. Dómstóllinn ógilti einnig lög sem kváðu á um mismunandi rétt karla og kvenna eftir lát maka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×