Erlent

Abbas skipar öryggissveitum að stöðva eldflaugaskot

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, skipaði öryggissveitum sínum í dag að herða aðgerðir til þess að koma í veg fyrir eldflaugaárásir á Ísrael. Ísraelar gerðu í morgun loftárás á byggingar á Gaza svæðinu eftir að þaðan var skotið eldflaugum inn í Ísrael.

Í dag útskrifuðust ungir palestinskum hermenn úr þjálfunarbúðum fyrir lífvörð forsetans. Við það tækifæri sagði Mahmoud Abbbas að það væri mikilvægt að allir aðilar á svæðinu gerðu allt sem þeir gætu til þess að koma á friði og stöðugleika og stöðva tilgangslaus eldflaugaskot.

Sérstaklega heyrði það undir lífvörð forsetans og öryggissveitir heimastjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×