Erlent

Hatast við sænsku konungsfjölskylduna

Karl Gústaf og Sylvía drottning.
Karl Gústaf og Sylvía drottning.

Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra.

Allir meðlimir konungsfjölskyldunnar fá sinn skammt af fúkyrðum frá söfnuðinum, meðal annars Madeleine, prinsessa, sem sögð er vera með brjóstin hangandi út um allt. Í heild er sænska þjóðin eiginlega afgreidd sem samansafn hræsnara, og öfugugga.

Nina Eldh, talsmaður sænsku konungsfjölskyldunnar segir að verið sé að kanna hvað sé til ráða. Heimsíðan brjóti augljóslega sænsk lög, en aljóðlegar vefsíður séu flókið vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×