Erlent

Bílar bannaðir í Bagdad

Bílsprengjur eru daglegt brauð í Bagdad.
Bílsprengjur eru daglegt brauð í Bagdad. MYND/AP

Öll bílaumferð verður bönnuð í 24 klukkustundir á morgun, þegar fjögur ár eru liðin frá því borgin féll í hendur Bandaríkjanna. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hryðjuverk, en bílsprengjur eru vinsælt vopn hjá upopreisnarmönnum. Bannið stendur frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan fimm að morgnu þriðjudags.

"Það verða mótmæli þennan dag. Við viljum ekki að hryðjuverkamenn noti það tækifæri," sagði Quassim Moussawi, ofursti, talsmaður öryggissveita í Bagdad. Bílaumferð er bönnuð í Bagdad í fjórar klukkustundir í viku hverri til þess að vernda fólk sem gengur til bæna. Sólarhrings bönn eru hinsvegar sjaldgæf.

Í nóvember síðastliðnum var þó sett þriggja sólarhringa bann við bílaumferð eftir að yfir 200 manns létust í fjölmörgum bílsprengingum í borginni Sadr. Hún er eitt af höfuðvígjum shía múslima. Tveggja mánaða sókn bandarískra og íraskra hermanna í Bagdad hefur fækkað morðum, en bílsprengjur eru ennþá plága í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×