Erlent

Kirkjan í Zimbabwe varar stjórnvöld við

Í Zimbabwe er verðbólga um 1.700 prósent og atvinnuleysi um 80 prósent.
Í Zimbabwe er verðbólga um 1.700 prósent og atvinnuleysi um 80 prósent. MYND/AFP

Biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Zimbabwe vöruðu við því að ef ekki yrðu haldnar frjálsar kosningar myndi almenningur rísa upp á afturlappirnar og bylting yrði raunin. Þetta var fullyrt í bréfi sem hengt var upp í kirkjum víðs vegar um landið í gær.

Einstakir biskupar hafa áður gagnrýnt Robert Mugabe, forseta landsins, en þetta er í fyrsta sinn sem að liðsmenn kirkjunnar taka höndum saman til þess að gagnrýna stjórnvöld. Í bréfinu var einnig lagt til að landsmenn myndu allir biðja þann 14. apríl næstkomandi.

Benedikt páfi minntist á ástandið í Zimbabwe í páskaræðu sinni. Þar sagðist hann harma átökin sem hafa átt sér stað í landinu undanfarið og sagðist vonast til þess að deiluaðilar myndu ná sáttum fljótlega. Í bréfinu sem hengt var upp í kirkjum í Zimbabwe var þolraun íbúa landsins borin saman við kúgun gyðinga á tímum faraóana í Egyptalandi. Kaþólska er útbreiddasta trúin í Zimbabwe og því er ljóst að biskuparnir hafa töluverð áhrif á gang mála í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×