Erlent

Íhuga stofnun samráðshóps

Fulltrúar Qatar og Trinidad og Tobago ræðast hér við á fundi í dag.
Fulltrúar Qatar og Trinidad og Tobago ræðast hér við á fundi í dag. MYND/AFP
Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar.

Íranar og Qatar segja þó að þeir ætli sér ekki að mynda samskonar samtök og OPEC sem þeir segja einkennast af gróðavon frekar en vörslu hagsmuna.

Ljóst er að erfitt verður að stjórna verði á gasi eins og gert er á olíu. Aðalástæðan er hversu erfitt er að flytja gas milli staða. Til þess þarf langar gaslagnir og ef það á að borga sig að leggja slíkar lagnir þarf að gera langtímasamninga, í allt að 25 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×