Erlent

Vilja að myndbandasíður ritskoði efni sitt

Jónas Haraldsson skrifar
Alan Johnson, menntamálaráðherra Breta, nefndi sérstaklega YouTube í þessu samhengi.
Alan Johnson, menntamálaráðherra Breta, nefndi sérstaklega YouTube í þessu samhengi. MYND/AFP

Stjórnvöld í Bretlandi segja að vefsíður sem vista myndbandsbrot beri siðferðileg skylda til þess að taka á hrekkjusvínum sem setja myndbönd af ódæðisverkum sínum á internetið.

Menntamálaráðherra Bretlands, Alan Johnson, ætlar að hvetja þá sem stjórna slíkum myndbandasíðum til þess að fjarlægja þau myndbönd sem þykja niðurlægja kennara eða nemendur og krakkar hafa tekið á farsíma sína. Eitt myndbandanna sýnir meðal annars nemanda hlaupa aftan að kennara og toga niður buxur hans við mikinn fögnuð nemenda.

Sumir kennarar hafa jafnvel íhugað að hætta kennslu vegna atvika sem þessara. Einnig er búist við því að menntamálaráðuneytið leggi til löggjöf sem myndi veita kennurum heimild til þess að gera upptæka farsíma og tónlistarspilara sem hægt er að nota til þess að taka upp.

Talið er að um 17% kennara í Bretlandi hafi lent í einelti og hefur þá verið notast við tölvupóst, smáskilaboð (sms) eða vefsíður til þess að gera lítið úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×