Erlent

Sáttaráðstefnu í Sómalíu frestað

Starfsmenn Rauða hálfmánans í Sómalíu sjást hér jarða fórnarlömb átakanna í Mogadishu. Myndin er tekin þann 6. apríl síðastliðinn.
Starfsmenn Rauða hálfmánans í Sómalíu sjást hér jarða fórnarlömb átakanna í Mogadishu. Myndin er tekin þann 6. apríl síðastliðinn. MYND/AP

Sáttaráðstefnu sem átti að halda í Sómalíu þann 16. apríl hefur verið frestað vegna þess hversu ótryggt ástandið er í höfuðborginni Mogadishu. Samtök Arabaríkja ætluðu að standa fyrir henni en báðu um mánaðarfrest. Ráðstefnan verður eitt stærsta innlenda framtakið til þess að binda enda á ofbeldi í landinu en fleiri en 1.000 hafa látið lífið í átökum í landinu síðan 29. mars.

Uppreisnarmenn og andstæðingar Eþíópíu hafa barist gegn stjórnvöldum sem eru studd af eþíópískum hersveitum. Talsmenn stjórnvalda hafa sagt að fulltrúum íslamska dómstólaráðsins sé velkomið að sækja ráðstefnuna ef þeir gera það í gegnum aðra hópa sem hana sækja.

Það voru einmitt þeir sem stjórnvöld, með dyggum stuðningi eþíópískra hersveita, komu frá völdum. Erlendir stjórnarerindrekar fullyrða að ráðstefnan sé eini vettvangurinn þar sem stjórnvöld geti fengið það lögmæti sem hún svo sárlega þarfnast til þess að geta stjórnað landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×