Erlent

Elbaradei segir ástæður Írana áhyggjuefni

Mohamed Elbaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
Mohamed Elbaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AFP

Mohamed Elbaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IEAE), sagði í dag að Íranar væru enn á byrjunarstigum úranframleiðslu. „Það er hægt að skilgreina hvað stórframleiðsla sé á mismunandi vegu. En Íranar hafa rétt hafið vinnu á kjarnorkustöð þar sem hægt er að auðga úrani." sagði Elbaradei við fréttamenn.

Hann bætti því við að framleiðsla Írana á auðguðu úrani væri ekki eina ástæðan til þess að hafa áhyggjur. „...það er frekar vegna þess að Íranar eru að auðga úran til raforkuframleiðslu áður en þeir hafa kjarnorkuver sem getur unnið rafmagn úr auðguðu úrani."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×