Erlent

Kafbátur fyrir almenning

Phoenix 1000 líkist talsvert venjulegri snekkju.
Phoenix 1000 líkist talsvert venjulegri snekkju.

Bandaríska fyrirtækið US Submarine framleiðir kafbáta af ýmsum stærðum og gerðum fyrir almenning. Nýjasta faratækið er sannkaðaður lúxusdallur. Báturinn er 65 metra langur og með þrjú þilför. Hann er því aðeins átta metrum styttri en risaflugvélin Airbus 380. Báturinn ber tegundarnafnið Phoenix 1000.

Hann getur kafað niður á 300 metra dýpi og verið neðansjávar í heilan mánuð. Það er sagt ágætt ef menn vilja taka sér frí frá heimsins amstri. Flestir kafbátar eru í eigu sjóherja. Phoenix 1000 er sagður vera fyrir almenning. Sá almenningur sem kaupir bátinn þarf þó að hafa efni á að snara út röskum fimm milljörðum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×