Erlent

Írakska þingið fordæmir sprengjuárás

Jónas Haraldsson skrifar
Þingmenn reyna að koma sér út úr byggingunni eftir sprenginguna í gær.
Þingmenn reyna að koma sér út úr byggingunni eftir sprenginguna í gær. MYND/AP

Írakska þingið mun halda sérstakan fund í dag til þess að fordæma sjálfsmorðsárásina í gær. Bandaríski herinn sagði að átta manns hefðu látið lífið þegar að maður sprengdi sig upp á veitingastað í þinghúsinu. Árásin er stærsta árás sem gerð hefur verið innan Græna svæðisins svokallaða en gríðarleg öryggisgæsla er í kringum það og inni á því.

Á svæðinu eru skrifstofur írakskra stjórnvalda, bandaríska hersins og erlendra stjórnarerindreka. Aðstoðarmaður þingforseta sagði við fréttamenn að þingfundur hæfist klukkan sjö að íslenskum tíma og búist væri við því að árásin yrði fordæmd.

Þrír starfsmenn veitingastaðarins hafa verið yfirheyrðir vegna atviksins. Einnig hafa einhverjir öryggisverðir verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn. Aðeins starfsfólk og þingmenn fá að aðgang að veitingastaðnum sem um ræðir og því er ljóst að að sjálfsmorðssprengjumaðurinn fékk hjálp frá starfsmanni á Græna svæðinu 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×