Erlent

Slökktu á öryggiskerfi

Slökkt hafði verið á öryggiskerfi, sem átti að koma í veg fyrir að námuverkamenn myndi vinna við hættulegar aðstæður, áður en gassprenging varð í rússneskri námu með þeim afleiðingum að fleiri en 100 verkamenn létu lífið. Vinnueftirlit rússneska ríkisins skýrði frá þessu í dag.

Sprengingin í Ulyanovskaya námunni í Kemerovo svæðinu í Síberíu þann 19. mars síðastliðinn varð að minnsta kosti 108 manns að bana. Slysið var það mannskæðasta síðan Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991. Námuverkamenn fá borgað eftir því hversu mikið magn þeir framleiða og talið er að þess vegna hafi þeir slökkt á öryggiskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×