Erlent

Fréttamenn í verkfalli

Dönsku dagblöðin Berlingske Tidende og B.T. komu hvorugt út í morgun. Starfsmenn blaðana hófu verkfall í gær til að mótmæla fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum eigenda blaðsins sem gera ráð fyrir að allt að 350 starfsmönnum verði sagt upp nú með vorinu.

Afar ólíklegt er að blöðin komi út á morgun, þar sem starfsmenn ætla ekki að vinna í dag heldur funda um stöðuna. Líklega verður ekkert unnið á ritstjórnum blaðana fyrr en á fimmtudag í fyrsta lagi, en þá tekur nýr ritstjóri við störfum á Berlingske.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×