Erlent

Tólf farast með færeyskum togara

12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. Allir þeir sem fórust voru af kínversku bergi brotnu. Útgerðin Thor á og rekur Herkúles. Að sögn chileanska sjóhersins var veður var gott á þeim slóðum sem eldsvoðinn varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×