Erlent

Nýja prinsessan ljósmynduð

Óli Tynes skrifar
Litla prinsessan.
Litla prinsessan. MYND/Teitur Jónasson/Nyhedsavisen

Danir voru með tárin í augunum, í dag, þegar þeir fengu að sjá nýju prinsessuna sína. Hún fæddist síðastliðinn laugardag og fór heim af fæðingadeildinni í dag, með pabba og mömmu. Heima beið hennar stóri bróðirinn Christian. Meðal ljósmyndara sem mynduðu prinsessuna í dag var Íslendingurinn Teitur Jónasson, sem tók meðfylgjandi mynd fyrir Nyhedsavisen.

Á prinsessuvaktinniMYND/Nyhedsavisen

Strax eftir fæðinguna byrjaði fjölmiðlafólk að safnast saman í anddyri sjúkrahússins til að vera tilbúið Þegar þau Friðrik krónprins og Mary prinsessa færu heim með litla angann.

Í þeim hópi var fjöldi erlendra ljósmyndara, ekki síst frá Ástralíu, en þaðan er Mary ættuð. Litla prinsessan er þriðja í röðinni sem ríkisarfi Danmerkur, á eftir föður sínum og bróðurnum Christian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×