Erlent

Koffín-kikk í sturtunni

MYND/Getty Images

Nú hefur verið sett á markað koffínsápa fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara bæði í sturtu á morgnana og að fá sér kaffi. Framleiðendur sápunnar Shower Shock segja að koffeinið fari inn í líkama notandans þegar hann þvær sér. Einn þvottur samsvarar koffíni úr tveimur bollum af kaffi.

Hægt er að fá sápuna með piparmintu eða sítrónuilm svo notandinn lykti ekki eins og kaffi segir í breska dagblaðinu the Guardian.

Framleiðendurnir Think Geek bjóða einnig upp á sturtugel. Þeir vara þó við því að barnshafandi konur eða börn noti sápuna vegna koffíninnihaldsins.

Hægt er að kaupa sápuna á Netinu. Hún kostar tæpar fimm hundruð krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×