Erlent

BBC maður við góða heilsu

Óli Tynes skrifar
Alan Johnston.
Alan Johnston.

Fréttamaður BBC sjónvarpsstöðvarinnar, sem rænt var á Gaza ströndinni í síðasta mánuði er við góða heilsu, að sögn aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna. Alan Johnston var rænt þar sem hann var á ferð í bíl sínum 12. mars síðastliðinn. Hann hafði flutt fréttir frá Miðausturlöndum í þrjú ár.

Erlendum fjölmiðlamönnum hefur oft verið rænt á Gaza ströndinni, en þeim hefur jafnan verið sleppt aftur eftir nokkrar klukkustundir. Ekki er vitað hversvegna Johnston hefur verið haldið svona lengi.

Ræningjar hans hafa jafnvel gefið út yfirlýsingar um að hann hafi þegar verið myrtur. Rán hans hefur því verið fjölskyldu hans á Bretlandi sérstaklega þungbært.

Bæði Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og aðrir leiðtogar hafa reynt að fá Johnston lausan. Það hefur enn engan árangur borið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×