Erlent

SAS aflýsir öllu flugi frá Kastrup

Óli Tynes skrifar

SAS flugfélagið hefur aflýst öllu flugi frá Kastrup vegna flugfreyjuverkfalls. Hundruð manna gistu í flughöfninni í nótt og upp undir 20.000 farþegar verða að breyta ferðaáætlunum sínum af þessum sökum. Farþegar eru hvattir til þess að sleppa því alveg að koma út á flugvöllinn.

Flugfreyjurnar segja vonda vinnutilhögun ástæðu fyrir verkfallinu. Þær vilja fá að taka þátt í að raða niður á vaktir og ráða einhverju um frídaga og sumarfrí. Aðeins tvær flugvélar fóru frá Kastrup í morgun, önnur til Svíþjóðar og hin til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×