Erlent

Enn slegist á taívanska þinginu

Guðjón Helgason skrifar
Harkalega barist á taívanska þinginu í morgun.
Harkalega barist á taívanska þinginu í morgun. MYND/AP

Það var handagangur í öskjunni á taívanska þinginu í morgun þegar stjórnarþingmenn reyndu að koma í veg fyrir að þingforsetinn kæmist í sæti sitt. Það embætti skipar einn þekktasti þingmaður stjórnarandstöðunnar í Taívan, sem hefur nauman meirihluta á þingi og minnihlutastjórn við völd.

Þingforsetinn er sagður hafa notað stöðu sína til að stöðva umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að fá breytingar á skipan kjörstjórnar í gegn. Slegist var harkalega á þingi í morgun og á meðan stóð lögregla álengdar og fylgdist með, án þess að grípa í taumana. Slagsmál hafa verið tíð á taívanska þinginu síðan herlög voru felld úr gildi fyrir 20 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×